Mín framtíð er hátíð í Laugardalshöll þar sem saman koma grunnskólanemendur hvaðanæva af landinu til að kynna sér námsframboð framhaldsskóla landsins og um leið fer fram Íslandsmeistaramót í iðngreinum.
FVA er á svæðinu með glæsilegan bás og hörkulið að kynna skólann. Þrír nemendur keppa fyrir hönd FVA þau Elvar Helgason og Íris Arna Ingvarsdóttir í rafvirkjun og Matthías Bjarmi Ómarsson í húsasmíði. Gangi ykkur vel!
Verið velkomin í Höllina, opið 13.-15. mars, frá fimmtudegi og fram á laugardag!

