Föstudaginn 11. apríl kl. 8:30 lögðu af stað frá FVA níu vaskir drengir á öðru ári af treíðnaðardeild FVA í fyrirtækjaheimsóknir til Reykjavíkur. Heimsóttu þeir þrjú fyrirtæki, fyrst var farið í S.G. Gluggar og útihurðir. Á móti þeim tók Salvar sem fór í gegnum starfsemi fyrirtækisins í gegnum árin ásamt því auðvitað að segja frá vinnunni innan fyrirtækisins.
Eftir heimsóknina í S.G. Glugga og útihurðasmíði var farið í Axis sem sérhæfir sig í innréttingasmíði, það tók Eyjólfur sem er yfirmaður þar á móti hópnum og fór í gegnum starfsemi Axis.
Loks var farið til Rögga sem fór í gegnum starfsemi síns fyrirtækis og sýndi þeim vélar og verkfæri sem hann selur, ásamt því sem hann þjónustar okkur í FVA t.d. Þar var boðið uppá veitingar eins og reyndar á hinum stöðunum.
Okkar drengir voru skólanum til mikils sóma enda ekki von á öðru – Vonandi hefur þetta vakið enn meiri áhuga hjá drengjunum!



