Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir „að senda burt“. Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Með seiglu og úthaldi og stuðningi okkar góðu kennara standa þessir nemendur nú á barmi útskriftar, bara lokaspretturinn eftir!

Skólinn bauð til morgunverðar kl 9 í salnum og hópurinn hélt svo suður til Reykjavíkur í sprell.

Gangi ykkur vel, til hamingju með daginn og góða skemmtun á lokaballinu í kvöld. Verið Fjölbraut áfram til sóma!