Það var líf og fjör í skólanum í gær þegar nemendur á lista- og nýsköpunarsviði opnuðu sýningu á verkum sínum eftir vetrarlangt skapandi starf. Sýningin var haldin í húsnæði skólans og vakti mikla athygli – svo mjög að varla var hægt að hreyfa sig fyrir gestum! Foreldrar, systkini, kennarar og aðrir áhugasamir gestir fylltu stofuna og nutu þess að skoða fjölbreytt og falleg verk unnin af hugmyndaríkum nemendum.

Á sýningunni mátti sjá ýmis málverk, blýantsteikningar, dúkristur, margmiðlunarverkefni og ýmis önnur sköpunarverk sem bera vott um mikla elju og ímyndunarafl! Nemendurnir hafa unnið að verkunum af alúð í vetur undir styrkri og hvetjandi handleiðslu Angelu myndlistarkennara og var greinilegt að þar hefur skapast frjór jarðvegur fyrir listsköpun og nýsköpun í víðum skilningi.

Það er ljóst að mikið framtíðarlistafólk er hér á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim vaxa og dafna áfram.

Angela kennari biður gesti velkomna

Húsfyllir var á sýningunni

Verkefni í margmiðlun