Nýlega fengu náms-og starfsráðgjafar FVA kynningu á Spretti, nýsköpunarverkefni sem starfrækt er innan kennslusviðs Háskóla Íslands.

Sprettur er í boði fyrir nemendur með erlendan bakgrunn sem eru á síðasta ári í framhaldsskóla. Það veitir stuðning í íslenskunámi, stuðning við nám í framhaldsskóla, undirbúning og þekkingu fyrir komandi háskólanám og myndun tengslanets við bæði starfsfólk og nemendur háskólans.

Xana Ortiz er fyrsti nemandi FVA til að taka þátt í Spretti. Hún segir Sprett spennandi tækifæri og opna margar dyr, meðal annars við að kynnast Háskólanum, kynnast öðrum nemendum, fá aðstoð við námið í FVA og æfa sig í íslensku.

Xana stefnir á nám í læknisfræði við Háskólann. Nánar: Sprettur | Háskóli Íslands