23 vaskir nemendur í jarðfræði fóru ásamt kennara sínum, Finnboga Rögnvaldssyni, í stórgóða skoðunarferð um Melasveit og vestur á Mýrar.
Marbakki fá síðjökultíma, jökulhörfun, ummynduð berglög og innskot, megineldstöðvar, skriður og upphleðsla Akrafjalls var meðal þess sem nemendur kynntu sér og skoðuðu.

Það kom sér vel í ferðinni að eiga vind- og vatnsheld föt og höfuðljósið kom að góðum notum í Borgarhelli í Gullborgarhrauni.