Erasmus+ verkefnið WIFII (Widen Interaction for Innovative Inclusion) er aftur komið á fulla ferð og eru 5 nemendur FVA núna staddir í Lamia í Grikklandi ásamt Helenu Valtýsdóttur og Kristínu Kötterheinrich. Þemað að þessu sinni eru málefni fatlaðra. Á sunnudaginn fékk hópurinn tækifæri til að skoða sig um í Aþenu og heimsækja Akrópólishæð. Að vanda standa nemendur FVA sig með prýði en auk Íslands taka nemendur frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Tyrklandi þátt í verkefninu. Dagskráin er stútfull; hópefli, nemendakynningar, kennarafundir, vinnustofur, skólaheimskóknir og svo verður líka farið í skoðunarferð um nágrenni Lamia.



