West Side bikarkeppnin var haldin í gær, 14. október, og tókst frábærlega vel. Keppt var í fótbolta, körfubolta, bandý, blaki og að lokum spurningakeppni. FVA bar sigur úr býtum í ár eftir líflega og skemmtilega keppni. Dagurinn endaði á West Side balli í FVA þar sem Stuðlabandið hélt uppi fjörinu. Ballið fór virkilega vel fram með yfir 200 gestum frá skólunum þremur, FVA, MB og FSN, þar af fóru tæplega 70% í edrúpottinn! Allt starfsfólk stóð sig framúrskarandi vel, hvort sem það var í gæslu, siðbót eða í tæknimálum. Sérstakar þakkir fá okkar þolinmóðu nágrannar sem létu sig hafa óm af danstónlist til miðnættis og ekki má gleyma nemendum okkar og gestum sem voru til fyrirmyndar!
