Hið árlega Barnaþing Akraness fór fram í Þorpinu dagana 11. – 13. nóvember.

Á Barnaþinginu koma saman fulltrúar úr 5. – 10. bekk grunnskólanna á Akranesi og ræða mál er varða börn og ungmenni bæjarins. Nemendur FVA sáu um hlutverk ritara á þinginu.

Innslag um Barnaþingið var sýnt í Landanum sunnudaginn 16. nóvember.