Erasmus+ verkefnið WIFII (Widen Interaction for Innovative Inclusion) er í fullum gangi. Að þessu sinni eru Helena Valtýsdóttir og Anna Bjarnadóttir staddar í Gaziantep í Tyrklandi ásamt tveimur nemendum, Ásrúnu Silju og Söndru Björk.
Viðfangsefnið í þessari ferð eru flóttamenn og innflytjendur. Sandra Björk og Ásrún Silja eru meðal annars búnar að flytja kynningu á stöðu flóttamanna á Íslandi og sýna myndband með viðtölum við núverandi og fyrrverandi nemendur FVA sem komu til Íslands sem flóttamenn. Þær stóðu sig alveg sérlega vel bæði í því og öðrum verkefnum ferðarinnar.






