LOVE3ST05 eða LOVE áfanginn er lokaverkefnisáfangi á bóknámsbrautum, þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsmiðað og verkefnadrifið nám. Nemendur móta verkefnin sjálfir þar sem gert er ráð fyrir að áhersla sé lögð á sérsvið tengt viðkomandi námsbraut en efnistök eru háð samþykki leiðbeinanda hverju sinni.
Nemendur í LOVE áfanganum kynna afrakstur vinnu sinnar í lok annar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um kynningar og verkefni þessarar annar.








