18. nóvember sl. fóru Kristín Edda, Angela og Jón Gunnar með nemendur í þverfaglegt verkefni innan deildar íslensku og listgreina á slóðir skáldsins Hallgríms Péturssonar. Ferðinni var heitið að Saurbæ þar sem staðarhaldarar buðu upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Í Hallgrímskirkju leiddi Benedikt Kristjánsson hópinn í fjöldasöng þar sem sungin voru nokkur ljóð Hallgríms Péturssonar. Nemendum var síðan skipt í þrjá hópa og fór hver hópur í gegnum þrjár smiðjur. Að endingu safnaðist hópurinn saman í kirkjugarðinum við minningarstein um skáldið og eiginkonu hans þar sem rauluð voru nokkur erindi úr sálminum Um dauðans óvissan tíma, sem fyrr undir dyggri leiðsögn Benedikts.
Virkilega vel heppnuð og skemmtileg ferð.


