Jafnlaunavottun FVA
FVA er opinber stofnun og ber lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun. Á þeim grundvelli hefur FVA komið sér upp stjórnunarkerfi, jafnlaunakerfi, sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og felur ekki sér kynbundna mismunun. Jafnlaunakerfi FVA hefur hlotið faggilta vottun hjá iCert vottunarstofu sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, fyrst í mars 2020. FVA öðlaðist þá heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára eða til 2023. Faggilta vottunarstofan hefur í framhaldi árlega framkvæmt viðhaldsúttektir á kerfinu og vottað það. Endurúttekt hefur farið fram, vottun var staðfest í mars 2023 og FVA fékk þá framlengda heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið, þ.e. til 2026.