Hjá FVA eru lausar tvær stöður kennara í rafiðngreinum. Um er að ræða kennslu á næstkomandi skólaári 2021-2022. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennarinn ber ábyrgð á undirbúningi kennslu, kennslu og námsmati í greininni
- Hlutast til um að skapa hvetjandi námsumhverfi
- Tekur þátt í faglegu samstarfi, tileinkar sér nýjungar og sinnir starfsþróun
Hæfniskröfur
- Iðnmeistarapróf í rafiðn
- Leyfisbréf sem veitir rétt til að nota starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95/2019
- Kennslureynsla eða leiðsögn til annarra í starfi er mikilvæg
- Faglegur metnaður, frumkvæði, öguð vinnubrögð og jákvætt hugarfar
- Mjög góð hæfni í samskiptum og ríkur samstarfsvilji
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi kennara. Tilgreina skal meðmælendur. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisáætlun FVA við ráðningar í störf við skólann.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021
Nánari upplýsingar veitir
Steinunn Inga Óttarsdóttir – steinunn@fva.is – 433 2500
Eiríkur Guðmundsson – eirikurg@fva.is – 8611562