Í dag, þann 28. maí, voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands við hátíðlega athöfn sem fram fór á sal skólans. Athöfninni var einnig streymt, þar sem færri gátu verið viðstaddir en vildu sökum samkomutakmarkana.
Fyrir athöfn sáu nemendur Tónlistarskóla Akraness um tónlistaratriði og léku á þverflautu undir stjórn Patrycju Szalkowicz. Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari, flutti ávarp. Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
Í athöfninni ómaði tónlist, nýstúdentarnir María Dís Einarsdóttir og Rakel Rún Eyjólfsdóttir sungu Sólasömbu (lag: Magnús Kjartansson og texti: Halldór Gunnarsson) og Án þín, með þér (lag: Jón Múli Árnason, texti: Jónas Árnason). Undirleik annaðist Arnþór Snær Guðjónsson.
Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:
- Arnar Már Kárason fyrir góðan námsárangur í ensku og þýsku (Meitill GT tækni) og fyrir góðan árangur í sögu (Penninn Eymundsson)
- Arnþór Helgi Gíslason fyrir ágætan árangur í faggreinum málmiðngreina (Félag vélstjóra og málmtæknimanna)
- Ásgerður Jing Laufeyjardóttir fyrir góðan námsárangur í íslensku (FVA), raungreinum (Norðurál), ensku og dönsku (FVA) og þýsku (Þýska sendiráðið)
- Ásta María Kristjánsdóttir fyrir góðan árangur í uppeldisfræði (VS tölvuþjónustan)
- Daniel Victor Herwigsson fyrir ágætan árangur í faggreinum málmiðngreina (Félag vélstjóra og málmtæknimanna)
- Freydís Ósk Kristjánsdóttir fyrir félagsstörf í þágu skólans (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
- Heba Bjarg Einarsdóttir fyrir einstakan námsárangur í ensku og þýsku (FVA), samfélagsgreinum (Soroptimista systur) og íslensku (Omnis)
- Heiður Dís Kristjánsdóttir fyrir góðan námsárangur í efnafæði og líffræði (Skaginn 3x), ensku og þýsku (FVA) og samfélagsgreinum (Landsbankinn)
- Ísak Örn Elvarsson fyrir góðan árangur í líffræði (Elkem), ensku og þýsku (FVA), hvatningaverðlaun fyrir góðan námsárangur og þátttöku í íþróttum og félagslífi skólans frá HÍ og viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsstarfa í skólanum (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
- Karl Ívar Kvaran fyrir góðan árangur í Raungreinum (Norðurál) og fyrir félagsstörf í þágu skólans (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
- Kolbrún Hallgrímsdóttir fyrir góðan árangur í spænsku (FVA)
- María Björk Ómarsdóttir fyrir góðan námsárangur í íslensku (Rótarýklúbbur Akranes), líffræði (Terra), ensku og þýsku (FVA) og stærðfræði (Akraborg). Auk þess hlaut María Björk viðurkenningu úr Minningarsjóði Guðmundar P Bjarnasonar frá Sýruparti en sjóðurinn styrkir efnilega nemendur til frekara náms.
- María Dís Einarsdóttir hlaut viðurkenningu úr Minningasjóði Lovísu Hrundar Svavarsdóttur.
- Paulina Jolanta Latka hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms frá Zonta-klúbbnum
- Sigrún Eva Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum (Verkalýðsfélag Akraness) og fyrir frábæran árangur í ensku (Íslandsbanki)
- Sigurður Már Magnússon fyrir ágætan árangur í faggreinum málmiðngreina (Félag vélstjóra og málmtæknimanna)
- Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir fyrir glæsilegan árangur í dönsku (Danska sendiráðið) fyrir góðan árangur í þýsku og spænsku (FVA) og fyrir góðan árangur í ensku (FVA)
Hárhús Kötlu veitti viðurkenningu þeim nemanda sem skaraði fram úr í iðngreinum. Það var Sigurður Már Magnússon sem hlaut hana að þessu sinni, fyrir góðan árangur í málmiðngreinum.
Heba Bjarg Einarsdóttir og Hlöðver Már Pétursson hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárangur.
Heba Bjarg Einarsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi með einkunninna 9,34.
Í lok athafnar ávarpaði Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari, útskriftarnemendur, þakkaði þeim fyrir samfylgdina og góð kynni, skoraði á þau að halda áfram að þjálfa hugann og hugsa jákvæðar hugsanir og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar.
Fleiri myndir eru væntanlegar eftir helgi, en þangað til er hægt að dunda sér við lestur á ávarpi skólameistara og annáli vorannar 2021!