Til öryggis er fjarkennsla í FVA í dag og á morgun meðan síðustu bylgjur kórónuveirunnar ganga niður. Fjöldi starfsmanna og nemenda hefur ýmist farið í skimun sl. daga eða gerir það í dag. Nokkur smit hafa verið staðfest meðal nemenda og þrír starfsmenn skólans eru í sóttkví. Íþróttakeppninni WestSide sem er samvinnuverkefni FVA og Menntaskóla Borgarfjarðar er frestað og ballinu sem vera átti sama dag, 11. nóvember, er aflýst. Vonandi tekst að halda þessa viðburði á vorönn.
Á miðvikudag hefst staðkennsla að nýju. Heimavistarbúar geta snúið aftur til herberga sinna á þriðjudag kl 17. Sóttvarnarðgerðir hafa verið hertar vegna fjölda smita síðustu daga og skv. nýrri reglugerð er skylt að bera grímu í skólanum þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu. Gildir sú regla til 8. desember. Munum að hafa ítrustu sóttvarnir í heiðri þegar við hittumst aftur: sápuþvo hendur, spritta snertifleti í kennslustofum og halda hæfilegri fjarlægð.