Afmælisráðstefna grænfánans „Sáum fræjum til framtíðar“ fer fram þann 4. febrúar nk. Ráðstefnan verður á rafrænu formi og á erindi til allra sem hafa áhuga á menntun til sjálfbærni.
Á ráðstefnunni verður lögð rík áhersla á getu til aðgerða og valdeflingu nemenda í tengslum við loftslags- og umhverfismál.
Upplýsingar um viðburðinn á Facebook er að finna hér.
Tengil á streymið er að finna hér.
Dagskráin
- 09:00 Andrea Anna Guðjónsdóttir – kynnir dagsins
- 09:05 – 09:15 Ráðstefna sett af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni
- 09:15 – 09:30 Örfræðsla í menntun til sjálfbærni – Guðrún Schmidt sérfræðingur í menntun til sjálfbærni
- 09:30 – 10:00 Tinna Hallgríms – formaður Ungra umhverfissinna
- 10:00 – 10:10 Mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason – mikilvægi menntunar til sjálfbærni – valdefling og raddir nemenda
- 10:10 – 10:20 Jökull Jónsson – tónlistaratriði
- 10:20 – 10:35 Uppbrot
- 10:35 – 10:40 Kaffipása
- 10:40 – 11:00 Að elska náttúruna – Anney Ágústsdóttir frá leikskólanum Akraseli segir frá vel heppnuðu grænfánastarfi og tengingu þess við heimsmarkmiðin
- 11:00 – 11:20 Grænfáninn sem áfangi í framhaldsskólum – Katrín Magnúsdóttir og nemendur hennar úr MS segja frá
- 11:20 – 11:25 Nemendur á leikskólanum Maríuborg flytja umhverfislag leikskólans
- 11:25 – 11:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
- 11:30 – 11:50 Grænfáninn í 20 ár – Sagan – hvað hefur gerst á þessum 20 árum?
- Heiðursverðlaun veitt
- Opnun nýrrar verkefnakistu
- 11:50 – 12:05 Vigdís Hafliða uppistandari
- 12:05 – 12:15 Kynning á vinnustofum – rafrænar vinnustofur verða reglulega fram að sumri með mismunandi áherslum. Opnar öllum grænfánaskólum