fbpx

Opnum dögum lauk rétt í þessu með íþróttamóti þar sem nemendur og kennarar öttu kappi í helstu íþróttagreinum: blaki, bandí og skotbolta. Til að gera langa sögu stutta sigruðu vígreifir nemendur með nokkrum yfirburðum naumlega í öllum keppnisgreinum – til hamingju með það!

Aðrir viðburðir Opinna daga fóru mjög vel fram. Því miður varð ekki af árlegri skíðaferð nemenda vegna ofankomu og rafmagnsleysis í Bláfjöllum en hópurinn fór á skauta í staðinn. Aðrir viðburðir fóru fram samkvæmt áætlun og var þátttaka mjög góð. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt, lögðu hönd á plóg, tóku á móti okkur, eða buðu upp á viðburði og sérstakar þakkir til Helenu V. og Kristínar K. sem báru hitann og þungann af skipulagningunni í ár.