fbpx

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO lýsti því yfir árið 1999 að 21. febrúar ár hvert skyldi vera Alþjóðadagur móðurmálsins.

Þetta var gert í minningu námsmanna sem skipulögðu mótmæli árið 1952 til að krefjast þess að bengali yrði viðurkennt tungumál í Austur-Pakistan, þar sem núna er Bangladesh en voru skotnir til bana af lögreglumönnum.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2009 að styðja við vernd allra tungumála sem töluð eru og að fjöltyngi og fjölmenning skyldu vera leið til að ná og efla samheldni og sameiginlegan skilning á alþjóðlegum vettvangi.  

Til hvers er móðurmál?

Mörg börn og ungmenni á Íslandi heyra og nota á hverjum degi a.m.k. tvö tungumál og mörg þeirra eiga sér fleiri en eitt móðurmál.

Þökk sé móðurmáli vex menning og dafnar, tilvera einstaklinga og samfélaga er ríkari, samskipti og tilfinningatengsl við aðra styrkjast.

Móðurmál og sjálfsmynd mynda einnig órjúfanlega heild og ríkjandi viðhorf í samfélaginu geta haft mótandi áhrif á sjálfsmynd ungra einstaklinga og upplifun þeirra sem þátttakendur í samfélaginu. 

Leiðarvísir á íslensku, ensku og pólsku

Í tilefni dagsins eru allir  sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi hvattir til að nýta í sér ráð og leiðbeiningar sem er að finna í Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi  sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út 2020.

Leiðarvísirinn er frábært verkfæri í sameiginlegu verkefni okkar allra – að skapa umhverfi sem metur tungumálakunnáttu að verðleikum og styður við fjöltyngi ungra málnotenda.

Einnig inniheldur leiðarvísirinn ráð, leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra, aðstandendur, kennara og annað fagfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem og frístundaheimilum. 

Sjá tengil á leiðarvísinn á vef Stjórnarráðsins á íslensku, ensku og pólsku. https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2020/10/26/Leidarvisir-um-studning-vid-modurmal-og-virkt-fjoltyngi-i-skola-og-fristundastarfi/ 

Við hvetjum alla til að kynna sér einnig starf Móðurmáls samtaka um tvítyngiog taka virkan þátt í viðburði sem heitir Tungumálin í umhverfinu og samtökin hafa skipulagt í samstarfi við írsku félagasamtök.  

Sjá nánari upplýsingar um viðburðinn. http://www.modurmal.com/wp-content/uploads/2022/02/21februar22-1.pdf