fbpx

Við upphaf framhaldsskóla verða ákveðin skil í lífi ungmenna og foreldra þeirra. Unga fólkið tekst á við ný verkefni með aukinni ábyrgð á eigin námi, ný félagstengsl myndast og tómstundir breytast. Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skóla myndi saman traust stuðningsnet sem styður við velferð ungmenna á þessum tíma. Foreldraráð getur gegnt því hlutverki, sjá hér.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að stuðningur foreldra getur komið í veg fyrir brotthvarf úr framhaldsskóla og stutt við nám og velferð ungmennis. Þegar kemur að félags- og skemmtanalífi ungmenna gegna foreldrar einnig lykilhlutverki, bæði sem fyrirmyndir og eftirlitsaðilar. Því er mikilvægt að hafa tengsl við skólann, kennara og skólastjórnendur. Öllum er ávallt velkomið að hafa samband við stjórnendur og skólameistara FVA og allir kennarar hafa auglýstan viðtalstíma, sjá hér.

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ segir máltækið og á vel við þegar ungmenni takast á við ný og krefjandi verkefni í framhaldsskóla. Foreldraráð er styðjandi og ráðgefandi og skapar sér sjálft áherslur og verkefni.

Áhugasamir um þátttöku í foreldraráði FVA 2022-2023 hafi samband við skólameistara sem tekur ykkur fagnandi! Það vantar fimm í stjórn og varamenn.