fbpx

Kæru kennarar! Til hamingju með daginn!

Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins.

Kennarafélag FVA sá um að hafa gott með kaffinu í dag af þessu tilefni. Mikilvægt er að hlúa að kennurunum okkar – þannig verður til gott skólastarf, nemendum til heilla og samfélaginu öllu um leið.