Skammhlaup er árlegur og hefðbundinn íþróttaviðburður sem hófst í skólanum fyrir amk 30 árum skv. fornum annálum. Þá keppa nemendur sín á milli í ýmsum bóklegum og verklegum keppnisgreinum, eins og tungumálaþrautum, stígvélakasti og loks við kennara í reiptogi (kennarar unnu síðast, hvernig fara leikar nú?). Síðast var Skammhlaupið að vori til að brydda upp á fjöri eftir covid en framvegis er þetta haustviðburður eins og verið hefur svo lengi sem elstu menn muna.
Nemendum er skipt í lið og hlýða sínum liðsstjóra. Mælst er til þess að mæta í búningi eða með höfuðfat og vera með hljóðfæri sem heyrist hressilega í!
Fimmtudaginn 3. nóvember er kennsla í skólanum til 11.30. Þá eru PYLSUR í mötuneytinu í boði handa öllum og síðan er SKRÚÐGANGA niður í íþróttahúsið á Vesturgötu. Þegar keppni lýkur berst leikurinn aftur upp í skóla og þar eru síðustu keppnisgreinarnar og ÚRSLIT kynnt.
Um kvöldið er BALL á Gamla Kaupfélaginu!
Það er EKKI kennslufall á föstudaginn, mæting 8.30: öll fersk!