fbpx

Fimmtudaginn 26. janúar sl. fengu nemendur sjöttu annar í rafvirkjun góðan gest þegar Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í rafmagnsöryggisteymi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kom í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna nemendum sem eru langt komnir með rafvirkjunarnámið kynningu á hlutverki stofnunarinnar sem er ekki öllum ljós. Kynning Óskars fjallaði m.a. um:

  • Almennt rafmagnsöryggi
  • Helstu athugasemdir sem koma fram í skoðunum á verkum rafverktaka
  • Slys og bruna af völdum rafmagns
  • Hvað má og ekki má að loknu sveinsprófi eða á meðan námi stendur

Fyrirlesturinn var afar fróðlegur og fékk Óskar fjölmargar spurningar í lokin en nemendahópurinn virkur og námsfús. Var handsalað að aðili frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kæmi árlega til að hitta rafvirkjanema sem væru langt komnir með námið sitt.

Rafiðnaðardeildin þakkar Óskari kærlega fyrir fræðandi eftirmiðdag.

Óskar Frank fer yfir glæru með fimm nauðsynleg öryggisatriði áður en hafin er vinna við raflögn.

Nemendur 6. annar rafvirkjunar; fremsta röð frá vinstri, Anna Lilja Lárusdóttir, Przemyslaw Fiszer, Jóhann Margeir Guðmundsson, Þorgeir Örn Bjarkarson, Guðbrandur Jón Jónsson. Aftasta röð frá vinstri; Ólafur Ían Brynjarsson, Bjarki Brynjarsson, Bergur Breki Stefánsson, Eysteinn Agnar Georgsson, Davíð Ernir Jónsson, Róbert Máni Gunnarsson og Aron Elvar Dagsson.