fbpx

MÍN FRAMTÍÐ er bæði Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning sem er haldin í Laugardalshöll, 16.-18. mars. FVA er með glæsilegan bás á svæðinu, Unnur Jónsdóttir hannaði kynningarefni fyrir okkur og við stöndum vaktina þessa daga ásamt nokkrum nemendum.

Hefð er fyrir að keppa í iðngreinum á mótinu. Tveir nemendur keppa fyrir hönd FVA að þessu sinni, þau Anna Lilja og Bergur Breki, nemendur í rafvirkjun. Við óskum þeim góðs gengis.

Verið velkomin í Laugardalinn!