Í dag, föstudaginn 19. maí 2023, voru 52 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af níu mismunandi námsbrautum: átta af félagsfræðabraut, þrír af náttúrufræðabraut, átta af opinni stúdentsbraut, einn af starfsbraut, þrír af sjúkraliðabraut, fimm af málm- og véltæknibraut (þar af einn einnig með viðbótarnám við iðngrein til stúdentsprófs), fimm úr vélvirkjun og 14 húsasmiðir. Auk þess luku fimm nemendur viðbótarnámi við iðngrein til stúdentsprófs.
Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari flutti ávarp. Í því kom m.a. fram að afleiðingar heimsfaraldursins eru að koma fram í minnkandi skuldbindingu og ábyrgð gagnvart náminu og þar eru sannarlega verkefni framundan fyrir kennara og nemendur. Einnig kom gervigreind við sögu en það fyrirbæri er eldsnöggt að semja útskriftarræðu. Kristinn Benedikt Gross Hannesson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og þakkaði kærlega fyrir sig og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fyrrverandi nemandi skólans flutti einnig ávarp þar sem hún hvatti nemendur til að hugsa stórt og fylgja hjartanu.
Anna María Sigurðardóttir og Helgi Rafn Bergþórsson úr Leiklistarklúbbnum Melló sungu lagið „Í ljósum logum“ eftir Friðrik Dór úr söngleiknum Hlið við Hlið.
Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:
- Andrea Kristín Ármannsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Penninn), íslensku (FVA) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
- Aron Freyr Ragnarsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (SF Smiðir).
- Árný Lind Árnadóttir fyrir góðan árangur í ensku (Elkem), samfélagsgreinum (Sjóvá) og þýsku (FVA).
- Brynhildur Helga Viktorsdóttir fyrir frábæran árangur í uppeldisfræði (Soroptimistasamband Íslands).
- Bóas Orri Hannibalsson fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
- Elsa María Einarsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Elkem), íslensku (FVA) og samfélagsgreinum (Landsbankinn).
- Hannes Jóhannsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Sjammi).
- Hjalti Sigurjónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (VLFA).
- Hrafnkell Jónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Íslandsbanki).
- Írena Dögg Arnarsdóttir fyrir frábæran árangur í alhliða íþróttagreinum (FVA).
- Ísak Birkir Sævarsson fyrir afburða árangur í keilu á afrekssviði (VS Tölvuþjónustan).
- Júlíana Stefánsdóttir fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum (Skaginn 3X).
- Marey Edda Helgadóttir fyrir góðan árangur í íslensku (FVA) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
- Snædís Lilja Gunnarsdóttir fyrir góðan árangur í þýsku (FVA) og sálfræði (Akraborg).
- Svanlaugur Atli Jónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Íslandsbanki).
Daníel Trausti Höskuldsson hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar.
Elsa María Einarsdóttir og Árný Lind Árnadóttir hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárangur.
Inga Elín Jónsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Zontaklúbbsins.
Árný Lind Árnadóttir hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverða þrautseigju.
Elsa María Einarsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9,34.