Fimmtudaginn 21. september er nýnemaball á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Ballið verður haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Páll Óskar mætir á svæðið ásamt DJ Marinó og Young Nigo Drippin.
Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið eftir það.
Ekki er frí morguninn eftir.
Við leggjum mikla áherslu á að dansleikir á vegum skólans takist vel. Á ballinu mun nemendum gefast kostur á því að blása í áfengismæli og með því komast í svokallaðan Edrúpott og eiga möguleika á glæsilegum útdráttarumverðlaunum frá nemendafélaginu. Ölvun ógildir miðann, hringt er tafarlaust í forráðamenn.
Ekki má hafa neitt meðferðis á ballið, eins og drykki, lyf, tóbak, nikótínvörur o.þ.h., allt slíkt er gert upptækt við innganginn.
Við hvetjum foreldra/forráðamenn nemenda til að ræða forvarnir við ungmennin sín og gerum við það einnig í skólanum. Eins viljum við beina því til foreldra og forráðamanna nemenda að leyfa ekki eftirlitslaus partý hvorki fyrir né eftir ball.