fbpx

Fimmtudaginn 21. september verður aðgangskerfið Paxton virkjað á heimavistinni. Það þýðir að hver vistarbúi er með rafrænan lykil að útidyrunum í símanum sínum en venjulegir lyklar ganga ekki lengur að. Áfram eru hefðbundir lyklar að herberginu. Hafðu samband við aðstoðarskólameistara ef lykillinn er ekki orðinn virkur í símanum þínum.
 
Aðgangurinn er stilltur þannig að það er opið til miðnættis á virkum dögum og til kl 01 á föstudögum og laugardögum. Utan þess tíma er ekki hægt að komast inn á vistina nema hringja í vistarstjóra. Minnt er á 9. grein heimavistarreglna:
 
Vistarbúum er óheimilt að dvelja utan vistar á tímanum klukkan 24 til 07 virka daga og klukkan 01 til 07 föstudags- og laugardagskvöld nema með leyfi vistarstjóra og forráðamanna í þeim tilvikum þar sem vistarbúi er undir 18 ára aldri.