Innritun í FVA er hafin fyrir vorönn 2024. Eftir nokkurt hlé verður að nýju boðið upp á meistaranám i iðngreinum í FVA fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Meistaranámið er á 4. hæfniþrepi, 38 einingar í 2-3 annir, kennt í dreifnámi með spönnum og staðbundnum lotum. Um bóklegan hluta námsins er að ræða.
Sótt er um pláss í Meistaraskólanum á menntagátt.is
Hér má sjá áfanga og einingar í Meistaraskóla FVA, fyrstu sex áfangarnir verða kenndir nú á vorönn:
| Bókhald | 3 |
| Grunnur að gæðahandbók | 2 |
| Almenn lögfræði og reglugerðir | 2 |
| Aðferðir verkefnastjórnunar | 2 |
| Mannauðsstjórnun | 2 |
| Launa- og verkbókhald | 2 |
| Kennsla og leiðsögn | 5 |
| Stofnun og stefnumótun fyrirtækja | 2 |
| Rekstrarfræði | 3 |
| Sölu- og markaðsmál | 2 |
| Lokaverkefni A-hluta | 2 |
| Verklýsingar og tilboðsgerð | 3 |
| Vöruþróun | 2 |
| Gæðastýringar | 2 |
| Öryggis- og umhverfismál | 2 |
| Lokaverkefni B-hluta | 2 |
Sótt er um á menntagátt.is
