Námssamningur og starfsnám
Frá 1. ágúst 2022 varð breyting á námssamningum iðnnema. Þá voru teknir upp rafrænir námssamningar og svonefnd ferilbók sem er rafræn skráning um framvindu náms og námsferil nemanda á vinnustað þar sem hæfni nemanda er staðfest af umsjónarmönnum skóla auk iðnmeistara og fyrirtækis. Þetta þýðir að starfsnám og námssamningur er orðinn hluti af námsbrautinni.
Þeir nemendur sem byrjuðu nám á iðnbraut í FVA í ágúst 2023 geta því ekki útskrifast af iðnbraut fyrr en námssamningi og ferilbók er lokið.
Rafræn ferilbók
Það sem nemandi þarf að gera er að finna meistara/fyrirtæki sem getur tekið nema á samning.
Ef illa gengur að finna meistara er hægt að hafa samband við nemastofu (nemastofa.is) sem er nemendum innan handar.
Til að stofna sína rafrænu ferilbók og nemasamning þarf nemi að fá samþykki vinnustaðar sem hann ætlar að vera hjá og meistarans og fylla út beiðni til skóla hér.
Eftir að skólinn hefur stofnað ferilbókina fá nemandinn og meistarinn tölvupóst um að undirrita samninginn rafrænt. Eftir því sem nemandinn lýkur tilskyldum verkþáttum þarf hann að haka við í ferilbókina og meistarinn staðfestir að nemandi hafi náð þessari hæfni.
Til að fylla út ferilbókina er farið inn á Ferilbók með rafrænum skilríkjum.
Þegar nemandi hefur lokið öllum verkþáttum ferilbókarinnar fær hann starfsþjálfun metna og skráða í Innu.
Fyrirtækin
Til að finna fyrirtæki sem getur tekið nema á samning er hægt að skoða lista sem heitir Birtingarskrá, hér.
Upplýsingar um ferilbókina er að finna á Rafræn ferilbók – Fjölbrautaskóli Vesturlands (fva.is).
Allar frekari upplýsingar veitir aðstoðarskólameistari, drofn@fva.is og í síma 4332505