fbpx

Í dag lýkur Opnum dögum með árshátíð Nemendafélags FVA. Hátíðin hefst kl 18 með kvöldverði og skemmtidagskrá í Golfskálanum. Klukkan 21 hefst dansleikur í sal skólans. Hljómsveitin Færibandið sér um fjörið. Búast má við ómandi danslögum um nágrennið til miðnættis. Okkar góðu nágrannar eru vinsamlegast beðnir um að sýna okkur enn og aftur þolinmæði og umburðarlyndi!

Á fimmtudag er miðannarmat í gangi, þá er ekki hefðbundin kennsla en nemendur mæta ef þeir eru boðaðir í viðtal. Á föstudag hefst vorfrí hjá okkur. Svo sjáumst hress, nk miðvikudag 21. febrúar skv. stundaskrá.

Skrifstofa, skólahúsnæði og heimavist er lokað í vorfríinu 16.-20. feb.

Njótum frísins, sofum vel, styttum skjátímann, borðum hollt og hreyfum okkur úti í góða veðrinu.