Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin föstudaginn 15. mars í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Metfjöldi þátttakenda var að þessu sinni eða 180 nemendur frá 7 grunnskólum á Vesturlandi. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10 efstu sætin og verðlaun fyrir þrjú efstu á sal skólans í morgun. Mikil eftirvænting var meðal nemenda og gesta en i þremur efstu sætum i hverjum árgangi voru:
8. bekkur
1. Hugrún María Hólmgeirsdóttir Grunnskólanum í Stykkishólmi
2. Maron Kárason Grundaskóla
3. Tómas Pálmi Freysson Brekkubæjarskóla
9. bekkur
1. Stefán Karvel Kjartansson Grunnskólanum í Stykkishólmi
2. Daníel Guðjónsson Grundaskóla
3. Adam Franciszek Drózdz Grunnskólanum í Borgarnesi
10. bekk
1. Benjamín Mager Hlynsson Grunnskólanum í Borgarnesi
2. Hjalti Jóhann Helgason Grunnskólanum i Stykkishólmi
3. Óðinn Örn Kjærnested Brekkubæjarskóla