fbpx

Fjörið er að byrja í FVA og næstu dagar fara í að koma sér í gírinn eftir sumarleyfið. Skrifstofan er opin og öllum velkomið að líta inn! Þessa dagana eru kennarar að sinna endurmenntun og ýmsum undirbúningi en á fimmtudaginn kl 9.30 er starfsmannafundur í Salnum – kaffi og meðlæti tilbúið kl 9. Eftir hádegi er undirbúningur og fundir í deildum.

Á föstudag gefst frekari tími til undirbúnings en þá er líka nýnemadagur með dagskrá í skólanum frá kl 10 til ca 14. Nýir heimavistarbúar fá herbergi sín afhent eftir fund með forráðamönnum sem haldinn er í Salnum kl 14.

Gleðilegt er að geta þess að skólinn fékk styrk frá Sprotasjóði til að þróa nýja starfstengda námslínu í haust. Því miður náðist ekki í hóp í dreifnámi í rafvirkjun í vor eins og til stóð og er því námi frestað í bili. Næst er tekið inn í dreifnám í húsasmíði um áramót. Meistaraskólinn heldur áfram og hefst fjarkennsla 19. ágúst í tveimur áföngum og fyrsta staðlota er 31. ágúst.

Kennsla í dagskóla hefst mánudaginn 19. ágúst skv. stundaskrá. Við hlökkum til að hefja nýtt skólaár!

Kósí á bókasafninu