fbpx

Þann 16. febrúar fóru um 50 nemendur af Afreksíþróttasviði FVA í heimsókn til Afreksíþróttasviðs í Borgarholtsskóla Nemendur tóku sameiginlega styrktar- og liðleikaæfingu ásamt því að knattspyrnuiðkendur, golfarar og körfuknattleiksiðkendur tóku sameiginlega æfingu í sinni íþróttagrein. Að lokum fékk hópurinn fyrirlestur um hugarþjálfun íþróttafólks.

Vel heppnuð heimsókn í alla staði. Takk fyrir frábærar móttökur, nemendur og kennarar á Afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla stefna svo á heimsókn til okkar á Skagann í haust.

Hér má sjá örstutt myndband frá heimsókninni.