fbpx

Afreksíþróttasvið FVA tók til starfa á haustönn 2015 og er sviðið rekið í samstarfi við Akranesbæ og Íþróttabandalag Akraness. Sviðið er ætlað nemendum sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Síðast liðið skólaár hefur verið met þátttaka á afreksíþróttasviði skólans en hægt er að stunda nám á sviðinu samhliða öllum námsbrautum skólans. Sækja þarf sérstaklega um nám á sviðinu á vef skólans hér: Umsókn um nám á afreksíþróttasviði (office.com). Allar upplýsingar um sviðið er að finna hér: Afreksíþróttir – Fjölbrautaskóli Vesturlands (fva.is) og verður opið fyrir umsóknir til 9. júní