Nú þegar sól hækkar á lofti 🌞 er heilsueflingarteymið okkar í óðaönn að undirbúa skemmtilegt hreyfiverkefni sem mun standa yfir dagana 14. janúar til 14. febrúar (meira um það strax eftir helgi). Þau sem geta hreinlega ekki beðið svo lengi (!) og vilja byrja strax geta skoðað sérkjör sem standa nemendum FVA til boða í þrek og líkamsrækt hjá fjórum stöðvum á Akranesi:
- UltraForm býður fría prufutíma 5.-13. janúar kl. 18:15-19:15 (Skráning hér)
- Bootcamp býður 10% afslátt fyrir nemendur
- Ægir býður 10% afslátt af mánaðarkortum og 15% afslátt af 3-12 mánaða kortum
- Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum býður sérverð fyrir nema í ræktina (nánari upplýsingar í afgreiðslu)