Kæri nemandi!
Kvennaverkfall
Eins og þú hefur heyrt og séð er kvennaverkfall á morgun, föstudaginn 24. okt. Það þýðir að konur og kvár leggja niður störf til að sýna fram að að samfélagið virkar ekki án þeirra og það þarf að meta að verðleikum. Líka er verið að mótmæla kynbundnu misrétti og krefjast aðgerða vegna kynbundins ofbeldis.
Hvað þýðir þetta fyrir mig?
Þú ert ekki í verkfalli og mætir því í skólann. EN þú mátt búast við að stór hluti kennara verði í verkfalli, bæði konur og þeir karlar sem þurfa að sinna fjölskyldu og heimili meðan konur eru í verkfalli. Sumir kennarar láta vita að tími falli niður, aðrir ekki, svo þú þarft að fylgjast með. Ath að það er lokað í mötuneytinu, bókasafninu og á skrifstofum skólans; allt konur sem vinna þar!
Má ég fara á samstöðufundinn?
FVA hvetur öll kyn til að mæta á samstöðufundinn sem hefst kl 15 á Arnarhóli í Reykjavík. Ef þú þarft frí í síðasta tímanum á föstudaginn til að komast í tæka tíð á fundinn er það fúslega veitt. Fjarvistir verða skráðar en þú færð henni breytt í Leyfi með því að framvísa mynd af þér á Arnarhóli á skrifstofunni á mánudaginn!
