fbpx

Föstudaginn 21.mars heimsóttu rafvirkjanemar af 6. önn FVA RARIK í Borgarnesi þar sem nemendurnir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna RARIK á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan tíma þar sem fróðleiksfúsir nemendur nýttu tímann vel.

Eftir um þriggja tíma fræðslu, þar sem rafvirkjanemarnir fóru á milli stöðva, var sest niður með pizzu og svala drykki þar sem starfsmenn RARIK og nemarnir áttu gott spjall saman.

Myndir úr ferðinni tala sínu máli!

Rafiðnaðarhópurinn við spenna í portinu hjá RARIK í Borgarnesi.

Jói hjá RARIK sýnir Elvari Inga og Þórði hversu öfluga dróna RARIK hefur yfir að ráða. Í dag fer stauraskoðun fram með drónum, eins fyrir og eftir pælingum háspennustrengja. Drónarnir spara mikinn tíma starfsmanna og eru algjör bylting í eftirliti.

Háspennustrengur er ekki bara háspennustrengur! Þeir eru af ýmsum stærðum og sverleikum en valið fer eftir hversu mikla orku/spennu þeir þurfa að flytja. Alex Máni og Konrad nema af þeim Guðjóni og Guðmundi.

Aron Benedikt og Gissur dolfallnir yfir nýjustu gerð snjallorkumæla. Meið snjallmælinum er hægt að fylgjast með orkuflutningi hverju sinni. Eins ef sveifla er á spennunni. 

Sindri og Vignir Gauti fá kynningu á búnaði frá RARIK.

Benedikt Ísar, Viktor Daði og Arnbjörn fyrir framan borð fullt af handverkfærum sem eru nauðsynleg starfsmönnum RARIK.

Myndir og texti: Trausti Gylfason.