fbpx

Símenntun á Vesturlandi stendur nú fyrir verkefninu „Hér er töluð allskonar íslenska“. Hugmynd verkefnisins er að Vesturland fari í átak í maí mánuði til að efla samtal og samskipti á íslensku. Það er mikilvægt fyrir íbúa af erlendum uppruna að fá vitneskju um það að það sé í lagi að tala allskonar íslensku, samstundis er mikilvægt að efla meðvitund og þolinmæði innfæddra fyrir allskonar íslensku! Ein meginforsenda inngildingar, valdeflingar og þátttöku í fjölmenningarlegu samfélagi er tungumálið.

Hér má sjá hluti af kennurum og öðru starfsfólki FVA með barmmerkið sem fylgir verkefninu en á því stendur „Hér er töluð allskonar íslenska“ – bæði innflytjendur og innfæddir.