Sl. vor var í París haldinn fyrsti fundur í umhverfisverkefni á vegum Erasmus+ sem heitir Be Green. Helena Valtýsdóttir alþjóðafulltrúi sótti fundinn fyrir hönd FVA. Fimm kennarar FVA sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfirskriftin „From Seed to Spoon“. Skoðuð var lífræn ræktun, hefðbundin matargerð og þjóðgarðar. Helena flutti erindi um umhverfismál á Íslandi, Akranesi og innan FVA. Síðan fóru Anna Bjarnadóttir og Ólöf H. Samúelsdóttir með þremur nemendum í Tyrklandi til að vinna áfram að verkefninu og kynna skólann. Þessa vikuna eru hjá okkur kennarar og nemendur frá samstarfsþjóðunum fimm sem vinna með okkur að verkefninu og er spennandi dagskrá framundan hjá þeim.
Gestir okkar eru frá eftirtöldum skólum:
119 Secondary School Academician Mihail Anaudov í Búlgaríu
Adile Mermerci Anadpulu Liesi í Tyrklandi
Lycée Jean-Pierre Timbaud í Frakklandi
Institute of Humanities and Social Sciences (JAKE) á Grikklandi
Istituto Tecnico Economico Statale Vitale Giordino á Ítalíu
Hópurinn vinnur að verkefninu alla vikuna og kynnist skólanum og nærumhverfi.
Verið öll velkomin!