Fimmtudaginn 10. febrúar er árshátíð NFFA í sal skólans. Húsið opnar kl 19 og er innifalið í miðaverði brasaður beikonborgari, gos, eftirréttur og skemmtiatriði. Setið er í 4 sóttvarnarhólfum, grímuskylda. Ekkert ball vegna covid, því miður.
Auddi Blö og Steindi jr sjá um veislustjórn og Ari Eldjárn verður með uppistand.
Við vonum að árshátíðin takist vel og að nemendur skemmti sér vel og fallega eins og þeirra er von og vísa. Dagskrá í skólanum lýkur kl 22 og eru engir viðburðir á vegum skólans eftir það.
Við hvetjum foreldra/forráðamenn nemenda til að ræða forvarnir við ungmennin. Einnig viljum við beina því til foreldra og forráðamanna að leyfa ekki eftirlitslaus partý hvorki fyrir eða eftir viðburðinn.