Ástráður er kynfræðslufélag sem er rekið af læknanemum við Háskóla Íslands. Markmið Ástráðs er að fræða ungmenni landsins um kynlíf, samskipti o.fl. Læknanemar koma á hverri önn í heimsókn í lífsleiknitíma í FVA og uppfræða æskuna, svara fyrirspurnum og leiðbeina hvar hægt er að ná í upplýsingar. Takk fyrir komuna í dag!