fbpx

 Á morgun, fimmtudaginn 24. febrúar, er dansleikur á vegum nemendafélags FVA.

Ballið verður haldið á Gamla Kaupfélaginu frá kl. 22:00 – 01:00


Áhersla er lög á að dansleikir á vegum skólans takist vel, að skólareglur gildi og þeim sé fylgt eftir. Miðar eru eingöngu seldir til nemenda FVA eða gesta á þeirra ábyrgð. Framvísa skal skilríkjum við innganginn. Ströng gæsla er á ballinu.

Á ballinu er nemendum gefinn kostur á að blása í áfengismæli og komast í Edrúpottinn til að eiga möguleika á að fá verðlaun.

Foreldrar/forráðamenn nemenda eru hvattir til að ræða forvarnir við ungmennin sín og er það einnig gert hér í skólanum.  Því er beint til foreldra og forráðamanna nemenda að leyfa ekki eftirlitslaus partý fyrir eða eftir ball.