fbpx

Í dag, 14. október, hvetjum við starfsfólk og nemendur til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Við hvetjum alla til að senda skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og verða þær birtar á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

Mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. október er langþráð haustfrí og engin kennsla. Á morgun föstudag er námsmatsdagur og ekki hefðbundin kennsla. Nemendur eiga þó fylgjast vel með tilkynningum í Innu – ef kennari ákveður að boða nemanda til viðtals, í verkefnavinnu eða að taka próf sem viðkomandi missti af – þá er skyldumæting.

Tilgangurinn með miðannarmati er að staldra við á miðri önn og skoða stöðuna. Í sumum áföngum þurfum við ef til vill að bretta upp ermar og standa okkur betur á meðan við fáum klapp á bakið fyrir góða frammistöðu í öðrum. Nýtum okkur þetta sem hvatningu til að standa okkur vel. Matið verður sýnilegt í Innu frá kl. 15 á föstudaginn, 15. október.

Námstaða í hverjum áfanga er gefin til kynna með bókstaf auk stuttrar umsagnar frá kennara.

A= Afar góð ástundun,

G= Góð ástundun,

S= Sæmileg ástundun,

Ó= Óviðunandi ástundun