fbpx

Etirfarandi fundarboð hefur verið sent til velunnara og hagaðila FVA. Öllum áhugasömum er frjálst að mæta á fundinn, t.d. forráðamönnum nemenda og nemendum skólans, núverandi og fyrrverandi! Skráning nauðsynleg hjá skólameistara fyrir kl 12  þann 8. mars.

Ágæti velunnari og hagaðili Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA)
Þér er boðið á fund í FVA, fimmtudaginn 9. mars nk kl 8.30-12.30!


Frá því í janúar 2020 hefur FVA verið á vegferð til nýrra tíma; til betri menntunar, bættrar ímyndar, betra skólastarfs og bættra kjara og aðbúnaðar starfsfólks. Nú erum við á þeim tímapunkti að marka stefnu til næstu ára, skerpa hlutverk okkar og framtíðarsýn. Þann 25. janúar sl var vinnufundur í skólanum með öllu starfsfólki undir stjórn dr. Bjarna S. Jónssonar hjá Decideact þar sem farið var yfir hver óskastaða skólans væri, helstu hindranir og tækifæri. Næsta fimmtudag hefst önnur lota í þessu umbótaferli (sú þriðja er í maí) og er dagskráin á þessa leið:

  1. Niðurstöður síðustu umræðu
  2. Lögð fram drög að hlutverki, framtíðarsýn og stefnuramma til umræðu
  3. Mikilvægustu stefnumarkandi viðfangsefnin í nánustu framtíð

Okkar ósk er sú að fá sem flesta til að vera með okkur í þessari vegferð til að fá breiðari sjónarmið og að sem flestar raddir fái að heyrast.
Vinsamlegast láttu skólameistara vita fyrir kl 12 þann 8 mars nk ef þú getur verið með okkur, svo hægt sér að gera ráð fyrir þér í hópastarfi og hádegisverði í boði skólan
s.