fbpx

Brautskráning fer fram þann 28. maí kl. 14. Samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum geta 150 gestir verið viðstaddir í salnum og óvíst hvort fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar frekar í tæka tíð fyrir brautskráningu.

Hvert útskriftarefni má því bjóða tveimur gestum á sjálfa athöfnina. Auk þess verður athöfnin einnig send út í streymi fyrir þá sem heima sitja. Nauðsynlegt er að skrá nafn, kennitölu og símanúmer gesta og eru útskriftarefni því beðin að forskrá þær upplýsingar með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan. Slóð á skráninguna verður einnig send í tölvupósti til útskriftarefna.