fbpx

Brautskráning frá FVA fer fram í sal skólans föstudaginn 20. maí kl 14. Alls útskrifast 64 nemendur, þar af eru 16 húsasmiðir sem er næststærsti hópur brautskráðra húsasmiða í sögu skólans. Dagskráin er hefðbundin; ávarp skólameistara, afhending skírteina, ávarp 20 ára stúdents, ávarp útskriftarnema og tónlistaratriði. Nokkrir kennarar sem hætta störfum við skólann í vor vegna aldurs verða kvaddir við brautskráninguna. Gestir velkomnir. Athöfninni er ekki streymt.

Útskriftarnemar mæta kl 12 í sal skólans, þá er blómi nælt í barminn, hópmyndataka, æfing og létt snarl.

Hægt er að kaupa hópmynd (skráning á staðnum) og fá stúdentsmyndatöku þennan dag í samráði við Arnþór Birkisson ljósmyndara, hafið samband hér.