fbpx

Næstkomandi mánudag, 28. mars kl 11 er brunaæfing í FVA í samstarfi við slökkvilið Akraness. Tilgangurinn er að mæla hve langan tíma tekur að rýma skólann.

Best er að leita nú uppi nærliggjandi grænt upplýsingaskilti um Flóttaleiðir og finna stystu leið út.

Þegar brunabjallan glymur mun kennari bregðast strax við, telja hve margir eru inni í stofunni, skipa þeim í einfalda röð og taka næstu flóttaleið. Ekki grípa neitt dót með sér! Safnast verður saman á planinu við heimavist og þá er hópurinn talinn aftur.

Æfingin tekur í mesta lagi 15 mínútur, við förum öll aftur á okkar stað að henni lokinni eins og ekkert hafi í skorist.

Fljótlega eftir páska verður aftur æfing, og þá öllum að óvörum!