fbpx
Prófa- og verkefnadagar

Prófa- og verkefnadagar

Prófa- og verkefnadagar hefjast mánudaginn 13. maí í FVA en þá eru nemendur ýmist í hluta- eða lokaprófum eða í annars konar námsmati og verkefnavinnu í öllum greinum til og með 21. maí skv. stundatöflu í INNU.
Dimmision í dag!

Dimmision í dag!

Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir „að senda burt“. Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Með seiglu og úthaldi og stuðningi okkar góðu kennara standa þessir nemendur nú...
Lokaball í FVA

Lokaball í FVA

Miðvikudagskvöldið 8. maí er ball haldið í sal FVA, frá kl 21 til miðnættis. Nýtt hljóðkerfi verður vígt og gleðin við völd. Ströng gæsla er á ballinu að vanda og brot á skólareglum litið alvarlegum augum. Nágrönnum er þökkuð þolinmæði og umburðarlyndi í okkar garð....
Laus störf í kennslu

Laus störf í kennslu

Okkur vantar fólk til að kenna nemendum okkar í rafvirkjun og húsasmíði næsta skólaár (mögulega í dreifnámi, helgar eða seinnihluta dags). Fjölbreytt og skemmtilegt starf, frábær starfsmannahópur og yndislegir nemendur! Sjá á Starfatorgi: Sækja um í húsasmíði Sækja um...
Úrslit stærðfræðikeppninnar!

Úrslit stærðfræðikeppninnar!

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin föstudaginn 15. mars í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Metfjöldi þátttakenda var að þessu sinni eða 180 nemendur frá 7 grunnskólum á Vesturlandi. Veittar voru viðurkenningar fyrir 10 efstu sætin og...
Vel heppnaður forvarnardagur 9. apríl!

Vel heppnaður forvarnardagur 9. apríl!

Þann 9. apríl sl. fór fram forvarnadagur í Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, FVA. Fulltrúar frá Samgöngustofu og lögreglunni á Vesturlandi fluttu erindi fyrir nemendur um þá áhættuþætti sem snúa að ungum ökumönnum. Að þeim loknum var erindi frá Neyðarlínunni og...