Í dag, 11. febrúar, er árlegur dagur íslenska táknmálsins en það er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200 Íslendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi.
Í ár verður þessu degi að öllu leyti fagnað rafrænt vegna heimsfaraldurs:
- Tákn ársins var kynnt í morgun á Facebook-síðu málnefndar um íslenskt táknmál og er það Covid-19 – SJÁ HÉR
- Café Lingua verður með dagskrá sem finna má á vef Borgarbókasafnsins – SJÁ HÉR og HÉR.
- Nemendur í táknmálsfræði í HÍ hafa birt sögur á íslensku táknmáli – SJÁ HÉR
- Málnefnd um íslenskt táknmál hefur birt stutt myndband sem bet heitið „Af hverju tala ég íslenskt táknmál“ – SJÁ HÉR
- Félag heyrnarlausra hefur birt myndband, viðtöl úr öllum áttum, tónlist, sögur og fleira á vef sínum www.deaf.is
- Á vefnum www.signwiki.is má nálgast orðabók íslenska táknmálsins, kennsluefni, nýjustu táknin, söngva, sögur og fleira