fbpx

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskáldsins á tíuþúsund króna seðlinum. Af því tilefni fékk íslenskan aukaáherslu í námi og kennslu, við fengum skáldsagnahöfund í heimsókn í síðustu viku og héldum æsispennandi íslenskukeppni í dag. Auk þess ortu nokkrir nemendur eftirfarandi kvæði:

Í FVA er námið æði

Íslenska og efnafræði

Kennararnir kenna vel

Þetta er besti skólinn að ég tel

Félagslífið í FVA

Svo afskaplega gott er það

Böllin allir fara á

Og skólastemning fer á stjá

Á bókasafni maður verður fróður

Þar er algjör bókasjóður

Allar bækur þar eru til

Og ég get lesið það sem ég vil

Gott er að borða í mötuneyti

Steiktan fisk með miklu feiti

Kartöflur og salat bar

Alla krakka maður hittir!